top of page

Stefnumótandi Lífsmarkþjálfun 

Lausnamiðuð ráðgjöf

 

 

Markþjálfun er marksækið, árangursmiðað og kerfisbundið ferli þar sem einn einstaklingur auðveldar öðrum einstaklingi eða hópi að öðlast varanlega breytingu með því að hlúa að sjálfmiðuðu námi og persónulegum vexti þess sem er í þjálfun. 

Markþjálfun er viðvarandi samband sem miðar að því að marksækjandi taki skref sem gera framtíðarsýn, markmið og óskir hans að veruleika.

Markþjálfi notar ferli spurninga og persónulegra uppgötvana til að efla vitund og ábyrgð marksækjandans.

Hann veitir honum jafnframt aðferðir, stuðning og endurgjöf.

Markþjálfunarferlið hjálpar marksækjandanum bæði að skilgreina og ná faglegum og persónulegum markmiðum hraðar og auðveldar en annars væri mögulegt. 

Heimild: International Coach Federation.

Markþjálfun er þjónustumiðað samband þar sem kappkostað er að veita marksækjandanum faglega þjónustu á viðskiptalegum forsendum." (Markþjálfun 2013, bls 16-17).

Nútíð og framtíð eru í brennidepli og í stað þess að líta um öxl og vinna með hindranir eða vandamál er horft til stöðunnar í dag og til framtíðarmöguleika." (Markþjálfun 2013, bls 19-20).

Í Lausnamiðaðri ráðgjöf er leitast eftir því að virkja og hjálpa einstaklinginum með þau fjölmörgu verkefni sem tengjast því að vera manneskja. 

Notaðar eru gagnlegar og áhrifamiklar leiðir til þess að leita lausna og virkja einstaklinginn í því að sjá hvað raunverulega hægt er að gera hverju sinni. Hverju er best að veita athygli svo það vaxi og dafni og styðji við vöxt og þroska og almenna ánægju í lífinu. 

Hvert viðtal er 55 mínútur

Á milli tíma er eftirfylgni og gagnlegar hugleiðingar sendar á þjónustuþega. 

​                               Bóka tíma 

Höfundaréttur © 2025 Innra Ljós. Allur réttur áskilinn.

bottom of page