top of page

Heilun

 

Heilun er hugtak sem yfirleitt er notað fyrir meðferð sem er ætlað að hafa áhrif á flæði orku um orkukerfi líkamans.

Hugmyndafræðin á bakvið þessa meðferð er að um líkamann flæðir ósýnileg orka um orkubrautir og orkustöðvar sem einskorðast ekki einungis við líkamann heldur flæðir út fyrir hann og myndar orkusvið sem umlykja hann.

 

Hlutverk meðferðaraðila (heilara) er að finna vanvirkni í orkubrautum, orkustöðvum eða orkusviðum og með handayfirlagningu eða öðrum ráðum koma jafnvægi á orkukerfin sem styðja við heilbrigði einstaklingsins.

Þessi orka, sem oftast er nefnd “lífsorkan” á íslensku ber heitið “qi” í Kína, “ki” í Japan og “prana” á Indlandi.
Heilun er með elstu formum lækninga og er mikilvægur þáttur í indverskum og kínverskum lækningum sem eru ein elstu lækniskerfi í heiminum. 

Handayfirlagning er algeng þar sem unnið er með orkuna í gegnum hendur meðferðaraðilans, auk þess sem hægt er að nota kristalla, tónkvíslar, nálar eða þrýsting á orkupunkta, ilmolíur og blómadropa samhliða samtalsmeðferð.

​​Heilun sem ég býð upp á í augnablikinu er  : 

Reiki Heilun 

Engla ljóss Heilun 

 

Vertu innilega velkomin til mín 

Höfundaréttur © 2025 Innra Ljós. Allur réttur áskilinn.

bottom of page