Börn og ungmenni
Börn og ungmenni eru svo næm á umhverfið sitt og eigin þarfir og langanir . Það er gríðarlegur mannauður að finna í unga fólkinu okkar og við fullorðna fólkið eigum að standa vörð um þau og hlusta vel á hvað þau hafa fram að færa. Leyfa þeim að spreyta sig og dreyma stórt
Stundum lenda börnin okkar í erfiðum aðstæðum og þá er svo gagnlegt að vinna úr reynslunni svo hún festist ekki í taugakerfinu þeirra og geti haft krefjandi áhrif á líkama þeirra og líðan seinna á lífsleiðinni.
Ég býð upp á margþætta þjónustu fyrir börn og ungmenni og er reglulega að þróa ný námskeið og meðferðir. Það er að sjálfsögðu velkomið að hafa samband og ég get sniðið þjónustu að hverjum og einum.
Í augnablikinu er ég að bjóða upp á eftirfarandi þjónustur fyrir börn og ungmenni :
Sjálfstyrkingarnámskeiðið Sjálfsmildi , stefna og seigla í daglegu lífi
Sjálfstyrkingarnámskeiðið Tilhlökkun tilfinningagreind og tækifærin okkar
Klínískar dáleiðslumeðferðir
Einstaklingsmarkþjálfun
Orkuheilun
yoga nidra lúxus slökun með andlits og fótanuddi
Hafðu samband / bókaðu tíma
Fyrir frekari upplýsingar eða óskir um meðferðir ekki hika við að hafa samband á innraljos@innraljos.is