Dáleiðslumeðferðir
Dáleiðslumeðferðir eru mjög öflugt og aðgengilegt tól til þess að nálgast undirvitundina og gera þannig varanlegar breytingar til hins betra í lífi meðferðarþega.
Hægt er að vinna með hvað sem er í dáleiðslu og er það raun meðferðarþegans sjálfs að ákveða hvaða hluti hann tekur fyrir hverju sinni.
Dáleiðsla hefur gefið góða raun í því að losa fólk undan erfiðum tilfinningum tengdum áföllum og hjálpað fólki að hætta hverskonar ávanahegðun . Margir hafa notað dáleiðslu við flughræðslu sem og annari hræðslu sem truflar líf einstaklingsins. Dáleiðsla er yndislegt tól til þess að efla sjálfstraust og framtaksemi og almenna vellíðan,auka einbeitingu og bæta svefn. Hjálpa fólki með hreyfingu og koma inn hollum venjum. Ná góðum tökum á því að tala fyrir framan annað fólk , bæta samskipti og auka sjálfsmildi en líka sjálfsstjórn.
Í mínum huga eru möguleikarnir endalausir og ég get ekki beðið eftir því að fá að vinna með þér svo þú megir finna fyrir árangri á eigin skinni. Saman setjum við upp meðferð sem hentar þér og þinni vegferð.
Dáleiðslumeðferð er gagnreynd meðferð
Meðferðarúrræði við sálrænum vanda eru mörg en fá þeirra eru gagnreynd. Það að vera gagnreynd
meðferð þýðir að rannsóknir hafa sýnt fram á að meðferðin virki í raun og veru þannig að mælanlegt sé
Meðferðardáleiðsla er gagnreynd meðferð m.a. við kvíða og þunglyndi.
Rannsóknir á dáleiðslumeðferð hafa verið stundaðar síðan á 18. öld og hundruð bóka
um dáleiðslumeðferð hafa verið gefnar út.
Hugræn endurforritun https://daleidsla.is/hef
Á linknum hér fyrir ofan er hægt að lesa allt um Hugræna Endurforritun sem hefur skilað góðum árangri í lífi margna.
Dáleiðslumeðferðir sem ég býð upp á í augnablikinu eru eftirfarandi :
Hugræn endurforritun
Persónuþáttameðferð
Sérsniðin dáleiðslumeðferð að þínum þörfum sem þú getur hlustað á hvar og hvenær sem er
Slökunardáleiðsla með streitustjórnun
Klínísk Dáleiðslumeðferð Heilun innra barns
Klínísk Dáleiðslumeðferð Þitt Drauma líf
Klínísk Dáleiðslumeðferð Framtíðarsýn mótuð
Klínísk Dáleiðslumeðferð Sjálfsstyrking
Klínísk Dáleiðslumeðferð Talað við látin eða fjarverandi ástvin
Klínísk Dáleiðslumeðferð Þitt Innra Ljós
Klínísk Dáleiðslumeðferð Fortíðin gerð upp og framtíðinni fagnað
Klínísk Dáleiðslumeðferð Fyrra lífs Dáleiðsla
Klínísk Dáleiðslumeðferð Bætt Heilsa og betri svefn
Klínísk Dáleiðslumeðferð Sjálfstyrking Barna
Klínísk Dáleiðslumeðferð Kvíðin kvaddur ( fyrir börn og ungmenni )
Klínísk Dáleiðslumeðferð Þitt Innra Ljós (fyrir börn og ungmenni)
Slökunardáleiðsla ( fyrir börn og ungmenni)
Klínísk Dáleiðslumeðferð Svifið inn í svefnland ( fyrir börn og ungmenni )